Requiem...
Er hægt að deyja úr BA-ritgerðum? Það hlýtur þá að koma í ljós fyrr en síðar, því hér sit ég með laglegan bunka fyrir framan mig og reyni að telja í mig kjark til að hefja lesturinn. Þegar því er lokið má ég svo fara yfir 15 tónbókmenntapróf og 11 lokaverkefni í íslenskri tónlistarsögu. Ó mig auman.
Það var greinilega ekki vel til fundið hjá mér að byrja að lesa þessa bók um helgina. Hún er snilldarvel skrifuð og öll hin athyglisverðasta, en 912 blaðsíður, ofan á þessar skrilljón sem nemendur mínir hafa verið svo elskulegir að leyfa mér að lesa? Ég held ekki.
Eins gott að sjónvarpið er ekki komið. Þá fyrst yrði þessi sitúasjón tragísk.
Það var greinilega ekki vel til fundið hjá mér að byrja að lesa þessa bók um helgina. Hún er snilldarvel skrifuð og öll hin athyglisverðasta, en 912 blaðsíður, ofan á þessar skrilljón sem nemendur mínir hafa verið svo elskulegir að leyfa mér að lesa? Ég held ekki.
Eins gott að sjónvarpið er ekki komið. Þá fyrst yrði þessi sitúasjón tragísk.