Magnetic Composers
Við vorum að tala um impressjónistana í tíma í morgun þegar Guðný spurði mig hvort Debussy hefði ekki verið frekar vondur maður. Það kom nokkuð fát á mig þar sem ég vissi eiginlega ekki hvernig ég átti að svara þessu. Eins og oftast þegar slíkt á sér stað kom ég ekki út úr mér öðru en algjörri merkingarleysu, óskiljanlegri runu sérhljóða og samhljóða á stangli. En það sem ég vildi sagt hafa er eitthvað á þessa leið: Ætli Debussy hafi ekki bara verið misjafnlega ófullkominn eins og við öll?
Þetta kom aftur upp í hugann núna áðan þegar ég fékk sendingu frá minni elskulegu litlusystur, fjöldann allan af seglum (et. segull, ekki segl) með myndum frægra tónskálda: Bach, Mozart, Beethoven o.s.frv. Reyndar er Delacroix þarna líka, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. En semsagt, ég opnaði pakkann hinn glaðasti og tók strax að festa þetta á ísskápshurðina. Nú eru hins vegar að renna á mig tvær grímur. Vil ég í alvöru þurfa að horfast í augu við Richard Wagner í hvert skipti sem ég fæ mér AB-mjólk á morgnana? Vil ég ekki geta fengið mér samloku án þess að þurfa að horfa upp á Gustav Mahler aðframkominn af taugaveiklun? Ég veit ekkert hvort þessi tónskáld voru góðir menn eða vondir, en ég vil samt lifa lífi mínu án þess að hafa þá fyrir augunum á hverjum degi. Þannig að ég er svona að hugsa um að taka þá niður af ísskápnum, að minnsta kosti í bili.
Þetta kom aftur upp í hugann núna áðan þegar ég fékk sendingu frá minni elskulegu litlusystur, fjöldann allan af seglum (et. segull, ekki segl) með myndum frægra tónskálda: Bach, Mozart, Beethoven o.s.frv. Reyndar er Delacroix þarna líka, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. En semsagt, ég opnaði pakkann hinn glaðasti og tók strax að festa þetta á ísskápshurðina. Nú eru hins vegar að renna á mig tvær grímur. Vil ég í alvöru þurfa að horfast í augu við Richard Wagner í hvert skipti sem ég fæ mér AB-mjólk á morgnana? Vil ég ekki geta fengið mér samloku án þess að þurfa að horfa upp á Gustav Mahler aðframkominn af taugaveiklun? Ég veit ekkert hvort þessi tónskáld voru góðir menn eða vondir, en ég vil samt lifa lífi mínu án þess að hafa þá fyrir augunum á hverjum degi. Þannig að ég er svona að hugsa um að taka þá niður af ísskápnum, að minnsta kosti í bili.