Klukk
Jæja, það hlaut að koma að því.
1. Mér finnst leiðinlegt að æfa mig, en gaman að músísera. Þess vegna varð sólóferill minn með eindæmum skammlífur, en ég virðist ætla að endast eitthvað betur í kammermúsík.
2. Ég veit ekkert skemmtilegra en að syngja endurreisnartónlist. Og mér finnast það hræðileg örlög að ég skuli ekki hafa fæðst í London og verið látinn syngja drengjasópran frá barnæsku.
3. Ég trúi á ástina, en er líklega of mikill ídealisti til að verða ástfanginn. Að minnsta kosti hefur það ekki gerst nema tvisvar.
4. Eftir veturinn 2003-4 – sem var ömurlegur, og skammdegið hjálpaði ekkert til – lofaði ég sjálfum mér að ég myndi aldrei aftur vera heilan vetur á Íslandi. Undanfarna daga hef ég heldur betur staðið við þetta loforð mitt.
5. Ég get verið mjög viðutan. Einu sinni gekk ég um heilan dag í einum bláum skó og einum svörtum. Einu sinni gleymdi ég kjólfötum í flugvél bæði til og frá Egilsstöðum, þar sem ég var að spila á tónleikum. Ég er líka lesblindur á tölur, sem getur verið afar vandræðalegt.
Klukk: Árni Björn, Brynjar, Dísa, Gunnar Hrafn og Helga Þóra!
1. Mér finnst leiðinlegt að æfa mig, en gaman að músísera. Þess vegna varð sólóferill minn með eindæmum skammlífur, en ég virðist ætla að endast eitthvað betur í kammermúsík.
2. Ég veit ekkert skemmtilegra en að syngja endurreisnartónlist. Og mér finnast það hræðileg örlög að ég skuli ekki hafa fæðst í London og verið látinn syngja drengjasópran frá barnæsku.
3. Ég trúi á ástina, en er líklega of mikill ídealisti til að verða ástfanginn. Að minnsta kosti hefur það ekki gerst nema tvisvar.
4. Eftir veturinn 2003-4 – sem var ömurlegur, og skammdegið hjálpaði ekkert til – lofaði ég sjálfum mér að ég myndi aldrei aftur vera heilan vetur á Íslandi. Undanfarna daga hef ég heldur betur staðið við þetta loforð mitt.
5. Ég get verið mjög viðutan. Einu sinni gekk ég um heilan dag í einum bláum skó og einum svörtum. Einu sinni gleymdi ég kjólfötum í flugvél bæði til og frá Egilsstöðum, þar sem ég var að spila á tónleikum. Ég er líka lesblindur á tölur, sem getur verið afar vandræðalegt.
Klukk: Árni Björn, Brynjar, Dísa, Gunnar Hrafn og Helga Þóra!