mánudagur, júlí 25, 2005

PARTÝ!

Loksins, loksins! Ég er fluttur á Rauðalækinn með allt mitt hafurtask, og partýið mikla verður haldið laugardagskvöldið 6. ágúst að Rauðalæk 73, 1. hæð. Það eru allir velkomnir: gamlir, ungir og ófæddir, háir og lágir, nemendur, kennarar, vinir, ættingjar; það verður gaman að sjá hvað íbúðin rúmar marga. Þar sem þetta er sjálfur Pride-dagurinn verður húsið opnað klukkan níu og fólk beðið að mæta í fyrra lagi. Eftir miðnætti þrömmum við svo niður í bæ og höldum áfram að vera ógurlega stolt. Ostar og hummus verða í boði hússins, en annars verður þetta BYOB, fyrir þá sem skilja amrískar skammstafanir. Hlakka til að sjá ykkur!
|