Partý, en ekki strax
Æ, hvað það hefði verið gaman að geta tilkynnt að innflutningspartý ársins væri alveg á næsta leiti. En það frestast víst, og það töluvert. Helsti vandinn hefur verið að ná í smiðinn. Hann mætti fyrir svona mánuði síðan og byrjaði á flestu sem hann átti að gera, en kláraði ekkert af því. Síðan tók hann upp á því að hætta að svara þegar ég hringdi. Þangað til mér datt í hug það snjallræði að hringja úr heimasímanum... þá svaraði hann eins og skot! En bara einu sinni. Síðan hef ég fengið hina og þessa fjölskyldumeðlimi í lið með mér svo að ég þurfi aldrei að hringja úr sama símanum tvisvar. Nú fer ég hins vegar að verða uppiskroppa með velviljaðar frænkur, svo ef ég rýk á ykkur og ríf af ykkur símann skuluð þið ekki láta ykkur bregða.
Það er nú samt útlit fyrir að flutningar geti a.m.k. hafist bráðum. En þegar þeim lýkur verða nokkrir öðlingar farnir í kórferðalag, og svo fer ég til Vestmannaeyja og í Skálholt. Þess vegna mun innflutningsteitið dragast fram í júlí - já ég veit, þetta er alveg glatað. Ég bið ykkur hérmeð um að taka frá laugardagskvöldið 9. júlí. Það verður biðinnar virði, ég lofa ykkur því!
Það er nú samt útlit fyrir að flutningar geti a.m.k. hafist bráðum. En þegar þeim lýkur verða nokkrir öðlingar farnir í kórferðalag, og svo fer ég til Vestmannaeyja og í Skálholt. Þess vegna mun innflutningsteitið dragast fram í júlí - já ég veit, þetta er alveg glatað. Ég bið ykkur hérmeð um að taka frá laugardagskvöldið 9. júlí. Það verður biðinnar virði, ég lofa ykkur því!